Hamar tapaði stórt

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir skoraði annað marka Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars tapaði 7-2 þegar liðið heimsótti ÍR í Breiðholtið í 2. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

ÍR komst í 5-0 í fyrri hálfleik en Birta Rós Hlíðdal og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir réttu hlut Hamarskvenna í upphafi seinni hálfleiks.

Heimakonur í ÍR bættu svo við tveimur mörkum á lokakaflanum og lokatölur urðu 7-2.

Hamar er í 7. sæti 2. deildarinnar með 4 stig en ÍR er í 5. sæti með 8 stig.