Hamar tapaði í hörkuleik

Hamar tapaði 78-72 í hörkuleik þegar liðið heimsótti Tindastól í 1. deild kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í dag.

Tindastóll byrjaði betur í leiknum og leiddi í hálfleik, 39-28. Hvergerðingar voru hins vegar sterkari í síðari hálfleik en náðu ekki að saxa nægilega vel á forskot Stólanna. Minnstur varð munurinn fimm stig, 49-44 í 3. leikhluta en þá tók Tindastóll aftur við sér. Hamar skoraði síðustu átta stigin í leiknum en það dugði ekki til.

Hamar er áfram í neðsta sæti deildarinnar án stiga en Tindastóll er í 2. sæti með 6 stig.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 22/9 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir 17/18 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 12/4 fráköst, Perla María Karlsdóttir 8, Dagrún Inga Jónsdóttir 7, Una Bóel Jónsdóttir 6/10 fráköst/6 stoðsendingar, Rannveig Reynisdóttir 0, Margrét Lilja Thorsteinson 0, Dagrún Ösp Össurardóttir 0.

Fyrri greinHamar í kröppum dansi
Næsta grein„Mikill metnaður hjá mörgum“