Hamar tapaði í hörkuleik

Íris Sverrisdóttir skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 2-4 þegar liðið tók á móti ÍR í bráðfjörugum leik á Grýluvelli í Hveragerði í kvöld.

Hamarskonur byrjuðu betur og Júlíana Dögg Chipa kom þeim yfir á 15. mínútu. ÍR svaraði fyrir sig með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í leikhléi.

Upphafsmínútur seinni hálfleiks voru fjöruga, ÍR komst strax í 1-3 en á 50. mínútu fékk Hamar vítaspyrnu sem Íris Sverrisdóttir skoraði úr. Staðan var þó ekki 2-3 nema í fjórar mínútur því þá bætti ÍR við marki og þar við sat, lokatölur 2-4, þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða á síðasta hálftímanum.

Hamar er áfram í 10. sæti deildarinnar með 1 stig en ÍR er í 2. sæti með 10 stig.

Fyrri greinÓtrúlegur viðsnúningur í fyrsta tapi Selfoss
Næsta greinMarkaregn hjá Uppsveitum og Árborg