Hamar tapaði heima

Karen Inga Bergsdóttir skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars í knattspyrnu tapaði 1-2 þegar Álftanes kom í heimsókn á Grýluvöll í gær í 2. deildinni.

Karen Inga Bergsdóttir kom Hamri yfir með marki úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléi.

Álftanes fékk sömuleiðis vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði úr henni. Bæði lið áttu ágætar sóknir en Álftnesinum tókst að skora um miðjan seinni hálfleikinn og reyndist það sigurmark leiksins.

Hamar er í 6. sæti 2. deildar með 14 stig en Álftanes er í 4. sæti með 23 stig.

Fyrri greinSigur hjá Ægi í sex stiga leik
Næsta greinGOGG hækkar tómstundastyrkinn