Hamar tapaði heima

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Hamar tapaði 50-69 þegar liðið fékk ÍR í heimsókn í Hveragerði í dag í 1. deild kvenna í körfubolta.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en ÍR leiddi í leikhléi, 24-26. Gestirnir reyndust hins vegar sterkari í seinni hálfleik og þær náðu góðu forskoti í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 36-49. ÍR bætti svo enn við forskotið í 4. leikhluta og vann öruggan sigur þegar upp var staðið.

Hamar er áfram í botnsæti deildarinnar með 4 stig en ÍR er í 3. sæti með 20 stig.

Tölfræði Hamars: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 12/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 9/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/11 fráköst, Perla María Karlsdóttir 6, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 5/10 fráköst, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Una Bóel Jónsdóttir 3, Helga Sóley Heiðarsdóttir 2, Bjarney Sif Ægisdóttir 2, Guðrún Björg Úlfarsdóttir 1 stolinn, Dagrún Inga Jónsdóttir 2 stoðsendingar.

Fyrri greinNýjar stjórnir í verndarsjóði og skólaráði í Skálholti
Næsta greinLífið er lægð…