Hamar tapaði á Vopnafirði

Hamarskonur fögnuðu ekki sigri í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars lagði land undir fót í dag og heimsótti Einherja á Vopnafjörð í úrslitakeppni neðri hluta 2. deildar kvenna.

Heimakonur í Einherja reyndust sterkari og Adelina Ion kom þeim yfir með marki á 32. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik en Ion bætti við öðru marki um miðjan seinni hálfleikinn og tryggði Einherja 2-0 sigur.

Hamar er í fimmta og neðsta sæti í úrslitakeppni félaga í sætum 7-12 í 2. deild kvenna með 4 stig en Einherji er í 2. sæti með 15 stig.

Fyrri greinEitt mark Adams dugði ekki til
Næsta grein„Við hefðum átt að gera betur“