Hamar tapaði á Egilsstöðum

Kvennalið Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 2-1 þegar liðið heimsótti Fjarðabyggð/Hött/Leikni í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Egilsstöðum í dag.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir komst í 2-0 með nokkurra mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Brynhildur Sif Viktorsdóttir minnkaði muninn fyrir Hamar á 28. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var markalaus en bæði lið gerðu sig líkleg til þess að skora. Það gekk þó ekki og lokatölur urðu 2-1.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er í 2. sæti 2. deildarinnar með 12 stig en Hamar er í 7. sæti með 3 stig.