Hamar tapaði og fór á botninn

Kvennalið Hamars er komið í fallsæti Iceland Express deildarinnar í körfubolta en liðið tapaði fyrir Snæfelli í dag á sama tíma og Fjölnir sigraði KR.

Fjölnir lagði KR 59-58 og fór því uppfyrir Hamar sem er nú á botninum með 12 stig.

Hamar sá aldrei til sólar í dag í Stykkishólmi. Snæfell náði forskoti strax í 1. leikhluta og leiddi í hálfleik, 46-25. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta en Snæfell kláraði leikinn síðan örugglega í síðasta fjórðungnum og lokatölur voru 87-56.

Katherine Graham var stigahæst hjá Hamri með 16 stig, Fanney Guðmundsdóttir skoraði 13 og Marín Laufey Davíðsdóttir 12 auk þess sem hún tók 10 fráköst.

Fyrri greinHvalurinn fjarlægður úr fjörunni
Næsta greinBúkolla ók hvalnum á brott – Myndband