Hamar tapaði heima

Hamarsmenn töpuðu 2-3 fyrir Reyni Sandgerði í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í dag.

Leikurinn byrjaði fjörlega en Haraldur Hróðmarsson kom Hamri yfir á fyrstu mínútu leiksins. Það forskot var skammvinnt því Reynismenn jöfnuðu tveimur mínútum síðar.

Reynismenn komust í 1-2 á 15. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik eftir mikla baráttu á vellinum.

Markið sem skildi liðin að þegar upp var staðið skoruðu Reynismenn strax á 3. mínútu seinni hálfleiks. Eftir það vörðu þeir forskotið en Hamarsmenn náðu að klóra í bakkann á 77. mínútu þegar fyrirliðinn Ágúst Örlaugur Magnússon skoraði úr vítaspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Reynismenn geta glaðst yfir því að hafa fengið þrjú stig heim með sér af þessum erfiða útivelli.

Fyrri greinHlekktist á við Hvolsvöll
Næsta greinFyrsti leikur Árborgar í 2. deild