Hamar tapaði heima

Hamri tókst ekki að landa sigri þegar Breiðablik kom í heimsókn í Fyrstikistuna í Hveragerði í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Blikar byrjuðu betur í leiknum og leiddu 33-50 í hálfleik. Hamar minnkaði muninn í 3. leikhluta, 59-65, en Breiðablik var sterkari aðlinn í síðasta leikhlutanum og vann að lokum fimmtán stiga sigur, 70-85.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig að loknum 6 leikjum.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 19 stig/11 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 13 stig, Örn Sigurðarson 12 stig, Rúnar Ingi Erlingsson 10 stig/10 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 8 stig, Ísak Sigurðarson 3 stig, Snorri Þorvaldsson 3 stig/5 fráköst, Arvydas Diciunas 2 stig.

Fyrri greinStefán Ragnar framlengir við Selfoss
Næsta greinÞórsarar fyrstir til að leggja KR