Hamar tapaði úti

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 21 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars tapaði stórt þegar liðið heimsótti Keflavík í Domino’s-deildinni í körfubolta í kvöld, 96-57.

Fyrsti leikhluti var jafn en Keflavík tók framúr í 2. leikhluta og leiddi 49-34 í hálfleik.

Forskot Keflavíkur hélst svipað í 3. leikhluta en þær stungu svo endanlega af í síðasta fjórðungnum og unnu hann með 21 stigi.

Hamar er á botni deildarinnar með 4 stig, en fjórar umferðir eru eftir í deildinni.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 28 stig/6 fráköst/5 stolnir, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6 stig/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6 stig/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 4 stig/4 fráköst, Margrét Hrund Arnarsdóttir 3 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig/5 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2 stig.

Fyrri greinDagný tryggði Íslandi sigur
Næsta greinSelfoss tapaði á Hlíðarenda