Hamar tapaði stórt

Jenný Harðardóttir var sterk í liði Hamars í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti Grindavík í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-48.

Grindavík hafði mikla yfirburði allan leikinn og leiddi í leikhléi, 64-25.

Hamar er í botnsæti deildarinnar með 2 stig að loknum níu leikjum en Grindavík er í 3. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 11 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10 stig/7 fráköst/5 varin skot (11 í framlagseinkunn), Suriya McGuire 6 stig/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4 stig, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 3 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig, Íris Ásgeirsdóttir 2 stig, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2 stig.

Fyrri greinKallað eftir íbúafundi og boltinn nú hjá HSu
Næsta greinDagbók lögreglu: Níu bílaleigubílar stöðvaðir