Hamar tapaði í Vesturbænum

KR og Hamar áttust við í 16-liða úrslitum Powerade bikars karla í körfubolta í kvöld. KR sigraði 99-74.

Heimamenn byrjuðu mun betur og leiddu að loknum 1. leikhluta, 33-16. Staðan í hálfleik var 54-39. KR hélt áfram að auka forskotið í seinni hálfleik og unnu þeir röndóttu sannfærandi sigur að lokum.

Andre Dabney skoraði 16 stig fyrir Hamar, Snorri Þorvaldsson 15 og Nerijus Taraskus 12.