Hamar tapaði í sjö marka leik

Hamar beið lægri hlut þegar liðið mætti Völsungi í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur voru 4-3.

Heimamenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-0 á 22. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Hamar hóf hins vegar seinni hálfleikinn af krafti og Axel Magnússon og Arnar Þórarinsson höfðu minnkað muninn í 3-2 þegar sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum.

Ágúst Örlaugur Magnússon jafnaði svo 3-3 á 67. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Varnarmaður Völsungs braut af sér og var vísað af velli í aðdraganda spyrnunnar. Hamarsmenn uggðu hins vegar ekki að sér og Völsungur skoraði sigurmarkið mínútu eftir að Hamar hafði jafnað.

Fyrri greinBongóblíða á Flúðum
Næsta greinFjögur gull á fyrri degi