Hamar tapaði í Keflavík

Hamar sótti Keflavík heim í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í dag. Heimamenn reyndust sterkari og sigruðu 69-54.

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleik var Keflavík komið í vænlega stöðu og leiddi í leikhléi, 32-24.

Hamar minnkaði muninn í þrjú stig í upphafi síðari hálfleiks, 34-31, en nær komust Hvergerðingar ekki. Keflavík jók forskotið smátt og smátt í síðari hálfleik og að lokum skildu fimmtán stig liðin að.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 19 stig, Heiða Valdimarsdóttir skoraði 13, Salbjörg Sævarsdóttir, Sóley Guðgeirsdóttir og Helga Vala Ingvarsdóttir 6 og Þórunn Bjarnadóttir 4.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Keflavík er í 2. sæti með 34 stig.

Fyrri greinMagnús skoraði eina mark Selfoss
Næsta greinRafmagnslaust í uppsveitunum