Hamar tapaði í Grindavík

Hamar heimsótti Grindavík í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík hafði betur, 79-62.

Grindvíkingar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins og leiddu í leikhléi, 42-29. Seinni hálfleikur var jafnari en Hvergerðingum tókst ekki að saxa á forskot heimaliðsins.

Hamar er áfram í botnsæti deildarinnar með 2 stig en Grindavík er með 14 stig í 4. sæti.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 24 stig/4 fráköst/5 stolnir, Íris Ásgeirsdóttir 9 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9 stig/9 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7 stig/8 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7 stig, Vilborg Óttarsdóttir 3 stig, Jenný Harðardóttir 2 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 1 stig/5 fráköst.

Næsti leikur Hamars er gegn Val á heimavelli næstkomandi miðvikudag.

Fyrri grein86 milljóna króna miði í Samkaupum á Selfossi
Næsta greinSelfyssingar öruggir í átta liða úrslitin