Hamar tapaði í Breiðholtinu

Hamar heimsótti Létti á ÍR-völlinn í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Heimamenn höfðu betur og sigruðu 2-1.

Jorge Blanco kom Hamri yfir í fyrri hálfleik eftir aukaspyrnu og atgang í vítateig Léttis og Hvergerðingar fóru með 0-1 forystu inn í leikhléið.

Heimamenn svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum í síðari hálfleik og lokatölur urðu 2-1.

Léttir náði þar með Hamri að stigum en bæði lið eru með 3 stig í 3.-4. sæti deildarinnar.

Næsti leikur Hamars er gegn Árborg á heimavelli þann 10. júní næstkomandi.

Fyrri greinVSSÍ gaf HSu gæslutæki
Næsta greinHrútar í Selfossbíói