Hamar tapaði í Borgarnesi

Hamar heimsótti Skallagrím í Borgarnes í kvöld þegar keppni hófst í Lengjubikar kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 59-48 í kaflaskiptum leik.

Skallagrímur var sterkari í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi, 35-18, en Hamar minnkaði muninn í seinni hálfleik svo að lokum skildu 11 stig liðin að.

Tölfræði Hamars: Helga Vala Ingvarsdóttir 13, Heiðrún Kristmundsdóttir 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/15 fráköst/3 varin skot.

Fyrri greinGulrótarnammi
Næsta grein„Þetta er klárlega stærsti sigurinn“