Hamar tapaði í Boganum

Hamar mætti Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar í Boganum á Akureyri í kvöld í B-deild Lengjubikars karla þar sem KF hafði 2-1 sigur.

KF komst yfir í leiknum með marki Sigurbjörns Hafþórssonar en Björn Ívar Björnsson jafnaði fyrir Hamar áður en Milan Lazarevic skoraði sigurmark leiksins.

Hamar lauk keppni í riðlinum í 5. sæti með 6 stig, liðið vann tvo leiki og tapaði þremur.