Hamar tapaði í baráttuleik

Kvennalið Hamars sótti KR heim í Domino's-deildinni í körfubolta í kvöld. Eftir kaflaskiptan leik sigraði KR, 62-20.

Hamar byrjaði betur í fyrri hálfleik, leiddi 9-17 eftir 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 19-39. KR sneri leiknum hins vegar sér í vil í 3. leikhluta sem fór 26-7 fyrir KR og staðan að honum loknum 45-46. KR-ingar voru svo sterkari á lokasprettinum og sigruðu með tveggja stiga mun.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 19 stig, Fanney Lind Guðmundsdóttir skoraði 14, Di’Amber Johnson 10, Dagný Lísa Davíðsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir 6 og Jenný Harðardóttir 5.

Fyrri greinHamar missti hausinn undir lokin
Næsta greinDagbók lögreglu: Naglföstum munum stolið úr húseignum