Hamar tapaði heima

Hamar beið lægri hlut, 64-81, þegar KR kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í Domino’s-deild kvenna í körfubolta.

KR-ingar náðu góðu forskoti strax í 1. leikhluta en Hamar minnkaði muninn í 2. leikhluta og staðan var 32-44 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var jafn en Hamri tókst ekki að saxa á forskot gestanna að neinu ráði. Munurinn varð minnstur níu stig í upphafi 4. leikhluta en KR-ingar kláruðu leikinn af öryggi í lokin.

Sydnei Moss skoraði tæplega helminginn af stigum Hamarsliðsins, 30 stig, Salbjörg Sævarsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir skoruðu 13 stig, Heiða Valdimarsdóttir 7 og Sóley Guðgeirsdóttir 1.

Hamar er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Fyrri greinSöngur, dans og sápukúlur í Selfosskirkju
Næsta greinKynningarfundur vegna Saga Fest