Hamar tapaði heima

Hamar tapaði í kvöld fyrir Keflavík í Lengjubikar kvenna í körfubolta, 49-79, í Frystikistunni í Hveragerði.

Gestirnir höfðu undirtökun frá upphafi og leiddu í leikhléi, 23-38.

Þetta var annar leikur Hamars í riðlinum en sá síðasti verður gegn Njarðvík á útivelli á laugardaginn kl. 16:30. Njarðvíkingar eru án stiga í riðlinum, eins og Hamar.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 13 stig/4 fráköst, Heiðrún Kristmundsdóttir 11 stig/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 8 stig, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6 stig/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 4 stig/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig, Nína Jenný Kristjánsdóttir 1 stig, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 1 stig.

Fyrri greinEkið um Skjaldbreiðarveg og Uxahryggi
Næsta greinGuðrún sýnir í hlöðunni í Alviðru