Hamar tapaði heima

Kvennalið Hamars beið lægri hlut þegar það tók á móti Haukum í Lengjubikarnum í körfubolta í dag. Lokatölur voru 57-76.

Gestirnir byrjuðu betur og náðu sex stiga forskoti í upphafi leiks, 2-8, en Hannah Tuomi svaraði með sjö stigum í röð og breytti stöðunni í 9-8. Eftir það tóku Haukar aftur við sér og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 16-22.

Annar leikhlutinn var jafn og Hamar náði að minnka muninn niður í sex stig fyrir hálfleik, 30-36.

Gestirnir voru síðan sterkari í seinni hálfleik en munurinn varð fljótt 10 stig og staðan eftir þriðja leikhluta var 51-61. Hamar skoraði aðeins sex stig í síðasta fjórðungnum og Haukar unnu öruggan sigur.

Hannah Tuomi var stigahæst með 19 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar. Jaleesa Ross skoraði 16 stig og Álfhildur Þorsteinsdóttir 9 auk þess að taka 9 fráköst,