Hamar tapaði gegn toppliðinu

Hamar tapaði 54-96 þegar topplið Snæfells kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Hamar lenti undir, 2-12, í upphafi leiks en Hvergerðingar komust yfir með síðustu körfu 1. leikhluta, 18-17. Leikurinn var jafn fram í miðjan 2. leikhluta en þá gerði Snæfell 2-14 áhlaup og leiddi í kjölfarið í hálfleik, 34-44.

Gestirnir voru svo mun sterkari í síðari hálfleik og juku forskotið jafnt og þétt. Lokatölur 54-96.

Sydnei Moss skoraði 22 stig og tók 13 fráköst fyrir Hamar, Sóley Guðgeirsdóttir skoraði 15 stig, Salbjörg Sævarsdóttir 10 auk 10 frákasta, Katrín Eik Össurardóttir skoraði 5 stig og Heiða B. Valdimarsdóttir 2.

Fyrri greinÞrjár milljónir í háhraðanet í dreifbýli
Næsta greinSamningi við Hreint sagt upp