Hamar tapaði fyrsta leiknum

Hamar tapaði 101-73 þegar liðið mætti Val í fyrsta leiknum í einvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Liðin mættust að Hlíðarenda í kvöld.

Valsmenn höfðu góð tök á leiknum allan tímann og unnu að lokum sannfærandi sigur. Staðan í hálfleik var 51-36.

Liðin mætast næst í Hveragerði á sunnudag.

Tölfræði Hamars: Christopher Woods 24 stig/11 fráköst/3 varin skot, Erlendur Ágúst Stefánsson 15 stig/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 13 stig, Örn Sigurðarson 9 stig/4 fráköst, Hilmar Pétursson 7 stig/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson 1 stig, Oddur Ólafsson 1 stig/4 fráköst/5 stoðsendingar.