Hamar tapaði fyrir toppliðinu

Hamar fékk topplið Fjölnis í heimsókn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir sigruðu 81-91.

Fyrri hálfleikur var jafn og staðan í leikhléi 42-45. Fjölnismenn voru hins vegar mun ákveðnari í upphafi síðari hálfleiks og unnu 3. leikhlutann með miklum mun.

Staðan var 57-75 þegar síðari fjórðungurinn hófst. Þar svöruðu Hvergerðingar fyrir sig af krafti og náðu að minnka muninn í þrjú stig, 78-81, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þeim þvarr hins vegar þróttur á lokakaflanum og Fjölnismenn sigldu sigrinum nokkuð örugglega heim.

Eftir leiki kvöldins er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott 27 stig/16 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 24 stig/14 fráköst/6 stoðsendingar (34 í framlag), Stefán Halldórsson 9 stig, Sigurður Orri Hafþórsson 8 stig, Oddur Ólafsson 7 stig/7 fráköst/8 stoðsendingar, Bjartmar Halldórsson 6 stig.

Fyrri greinHerslumuninn vantaði hjá Þór
Næsta greinGuðrún Berglind stýrir Hjallatúni