Hamar tapaði á Siglufirði

Hamar sótti KF heim á Siglufjörð í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn voru sterkari og sigruðu 4-1.

KF komst yfir á 5. mínútu leiksins en Sturlaugur Haraldsson jafnaði á 23. mínútu fyrir Hamar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Þegar korter var liðið af síðari hálfleik skoruðu heimamenn tvö mörk á tveimur mínútum og gerðu nánast út um leikinn. KF innsiglaði sigurinn með fjórða markinu á 84. mínútu.