Hamar tapaði á Egilsstöðum

Hamarsmenn eru áfram í botnsæti 3. deildar karla í knattspyrnu en í dag tapaði liðið 2-1 fyrir Hetti á Egilsstöðum.

Höttur komst yfir rétt fyrir leikhlé en Ingþór Björgvinsson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Sigurmark heimamanna leit síðan dagsins ljós þremur mínútum fyrir leikslok.

Hamar hefur þrjú stig í botnsæti deildarinnar.

Fyrri greinLeitað að konu í sjálfheldu í Ingólfsfjalli
Næsta greinVikan frekar dauf