Hamar tapaði á Ásvöllum

Hamar heimsótti Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir baráttuleik höfðu Haukar betur, 64-53.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en lítið skorað og Hamar var yfir í hálfleik, 25-26.

Haukar skoruðu fyrstu tíu stigin í seinni hálfleik og héldu forystunni út leikhlutann. Hamar elti eins og skugginn en í síðasta fjórðungnum juku Haukar forskotið jafnt og þétt.

Hamar klóraði lítillega í bakkann á síðustu þremur mínútum leiksins en lokatölur urðu 64-53 og Haukar juku forskotið á Hamar í sex stig. Haukar eru nú í 3. sæti með 18 stig en Hamar í 4. sæti með 12 stig.

Fanney Lind Guðmundsdóttir 18/10 fráköst, Di’Amber Johnson 16/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 4.

Fyrri greinKartafla í skóinn hjá Hamarsmönnum
Næsta greinHyggur á útflutning á sandi