Hamar svaraði of seint fyrir sig

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars tapaði 71-60 þegar liðið mætti ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta í dag á útivelli.

ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 37-21 í leikhléi. ÍR gerði endanlega út um leikinn í 3. leikhluta en staðan var 58-34 að honum loknum. Hamar svaraði fyrir sig í síðasta fjórðungnum en það var of seint og munurinn orðinn of mikill. 

Hamar spilaði góða vörn í 4. leikhluta og hélt ÍR í 13 stigum á meðan Hamar skoraði 26 stig. Að lokum skildu 11 stig liðin að, 71-60.

Hamar er í botnsæti deildarinnar með 2 stig en ÍR er í 5. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 21/8 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 10/9 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 9/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 9/5 stolnir, Dagrún Inga Jónsdóttir 4, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 3, Margrét Lilja Thorsteinson 1. 

Fyrri greinFokk – ég er með krabbamein!
Næsta greinSkora á sveitarstjóra og ráðherra að finna lausn á máli Tryggva