Hamar styrkir stöðu sína

Bjarki Rúnar Jónínuson var bestur og markahæstur hjá Hamri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann mikilvægan sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld en liðin mættust í Laugardalnum.

Bjarki Rúnar Jónínuson, Sam Malson og Ísak Leó Guðmundsson skoruðu allir fyrir Hamar á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og staðan var 0-3 í leikhléi.

Heimamenn minnkuðu muninn með tveimur mörkum í seinni hálfleik, því síðara þegar sex mínútur voru eftir af leiknum en Hamarsmenn héldu út og fögnuðu góðum 2-3 sigri.

Hamar er í toppsæti B-riðilsins með 10 stig en SR er í 3. sæti með 6 stig.

Fyrri greinSelfoss með forystu í einvíginu
Næsta greinSteypudrangur endurbyggir Hrunaveg