Hamar steinlá í lokaumferðinni

Hamarskonur áttu erfitt uppdráttar þegar liðið mætti Þór Akureyri í annað skiptið á tveimur dögum í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Þórsarar höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn en staðan í leikhléi var 29-47. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik sem var nokkuð kaflaskiptur hjá Hamarskonum en lokatölur urðu 59-92.

Þetta var síðast leikurinn í deildarkeppni 1. deildar í vetur og lauk Hamar keppni í 7. og neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Þór varð í 3. sæti með 24 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 21/9 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 8, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7, Perla María Karlsdóttir 6, Una Bóel Jónsdóttir 5, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 4, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 4, Guðrún Björg Úlfarsdóttir 2, Rannveig Reynisdóttir 2.

Fyrri greinSuðurlandsvegi lokaður vegna umferðarslyss – Búið að opna
Næsta greinÓmar Ingi og Janus Daði danskir bikarmeistarar