Hamar steinlá í Hólminum

Hamar tapaði stórt þegar liðið heimsótti deildarmeistara Snæfells í Stykkishólm í Domino’s-deild kvenna í körfubolta í dag.

Snæfell hafði undirtökin allan tímann og leiddi í hálfleik, 44-19. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleik og lokatölur urðu 88-53.

Heiða Björg Valdimarsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 15 stig, Sydnei Moss skoraði 14, Þórunn Bjarnadóttir 11, Sóley Guðgeirsdóttir 7 og þær Salbjörg Sævarsdóttir, Katrín Össurardóttir og Hafdís Ellertsdóttir skoruðu allar 2 stig.

Fyrri greinKFR sigraði – jafntefli hjá Árborg
Næsta greinNessandur kemur ekki til greina sem urðunarstaður