Hamar steinlá í bikarnum

Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði tvö mörk fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 5-1 gegn Kára þegar keppni hófst í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu þetta árið í Akraneshöllinni í kvöld.

Hamarsmenn voru fyrri til að skora en Bjarki Rúnar Jónínuson kom þeim yfir á 20. mínútunni. Forystan stóð þó ekki lengi því Káramenn jöfnuðu mínútu síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Kári var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og þeir skoruðu fjögur mörk með reglulegu millibili. Lokatölur 5-1.

1. umferð lýkur um helgina
Fyrstu umferð Mjólkurbikarsins lýkur um næstu helgi en á föstudagskvöld heimsækir Ægir Fenri á Hertz-völlinn í Breiðholti, á laugardag mætast Augnablik og Árborg í Fagralundi í Kópavogi og KFR og KH á Selfossvelli og á sunnudaginn taka Selfyssingar svo á móti Þrótti Vogum á gervigrasinu á Selfossi.

Fyrri greinMagnaður flutningur ML-kórsins á Shallow
Næsta greinSérstakt að lítill bær geti þróað svona marga frábæra handboltamenn