Hamar steinlá heima

Hamar tapaði fyrir Snæfelli á heimavelli í kvöld þegar liðin mættust í Iceland Express-deild karla í körfubolta, 75-99.

Gestirnir tóku framúr í 2. leikhluta þar sem þeir skoruðu 29 stig gegn 13 og leiddu í hálfleik, 29-47. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Hamarsmenn voru aldrei nálægt því að brúa bilið.

Hamar: Andre Dabney 19 stig/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/5 fráköst, Hilmar Guðjónsson 11, Ellert Arnarson 10/5 stoðsendingar, Ragnar Á. Nathanaelsson 8/8 fráköst/5 varin skot, Svavar Páll Pálsson 8/6 fráköst.