Hamar steinlá gegn Haukum

Hamar tapaði 57-90 þegar Haukar komu í heimsókn í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld.

Gestirnir voru sterkari allan tímann, staðan var 10-17 að loknum 1. leikhluta en í 2. leikhluta skildi á milli og staðan var 19-44 í hálfleik.

Leikurinn var jafnari í síðari hálfleik en Haukar juku forskotið þó lítillega.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst Hvergerðinga með 15 stig, Katrín Össurardóttir skoraði 12 og Marín Davíðsdóttir 11.

Þetta er þriðji leikur Hamars í riðlinum en sl. laugardag heimsótti Hamar Fjölni og tapaði 85-40. Staðan var 45-16 í hálfleik. Íris var stigahæst hjá Hamri með 14 stig, Marín skoraði 9 og Dagný Lísa Davíðsdóttir 8.