Hamar spilar í Jako

Hamar og Namo hafa gert með sér samning um að meistaraflokkur og 2. flokkur Hamars í knattspyrnu spili í Jako búningum næstu fjögur árin.

Samningur þess efnis var undirritaður á dögunum. Namo mun seljaHamars æfingagalla og margt annað fyrir alla aldurshópa í verslun sinni í Skútuvogi.

Hamar mun dreifa bæklingi meðal félagsmanna sinna þar sem boðin eru kaup á vörum í litum Hamars. „Við erum mjög ánægðir með þennan samning enda býður Namo mjög flottar vörur og strákarnir verða stórglæsilegir í þessum búningum,“ sagði Eyjólfur Harðarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinÞór Gísla: Í umboði hvers situr framkvæmdavaldið?
Næsta greinÞurfa að setja upp 80 kjörklefa