Hamar sótti stig á Vopnafjörð

Úr leik hjá Hamri í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og Einherji gerðu 2-2 jafntefli í 2. deild kvenna í knattspyrnu þegar liðin mættust á Vopnafirði í dag.

Íris Sverrisdóttir kom Hamri í 0-2 á tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks en Einherji minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn var markalaus allt þar til sex mínútur voru eftir en þá jafnaði Einherji metin.

Hamar er í 6. sæti 2. deildarinnar með 4 stig en þetta var fyrsta stig Einherja í sumar og er liðið í 11. sæti.

Fyrri greinHeilsuefling eldra fólks
Næsta greinÞór Þ/Hamar/Selfoss/Hrunamenn Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna