Hamar skoraði eitt stig í 4. leikhluta

Kvennalið Hamars í körfubolta fékk Val í heimsókn í Domino’s-deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 47-83.

Valur náði strax góðu forskoti í fyrri hálfleik og leiddi 32-49 í leikhléi.

Þriðji leikhluti var jafn en í þeim fjórða hrundi sóknarleikur Hamarskvenna og þær skoruðu aðeins eitt stig í leikhlutanum, sem hlýtur að vera met í meistaraflokksleik í efstu deild á Íslandsmóti. Valur skoraði hins vegar sautján stig á lokakaflanum og vann öruggan sigur.

Hamar er sem fyrr á botni deildarinnar með 2 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 16 stig/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9 stig/9 fráköst, Alexandra Ford 9 stig/8 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5 stig/4 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3 stig, Karen Munda Jónsdóttir 3 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2 stig, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 5 fráköst.

Fyrri greinEinfaldur, fljótlegur og bragðgóður skyndibiti
Næsta grein„Hef unnið eftir stefnu Benna vinar míns“