Hamar skellti toppliðinu

Hamarsmenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði ÍH 0-3 á útivelli í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Hvergerðingar skoruðu tvö mörk með fjögurra mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks. Logi Geir Þorláksson skoraði fyrra markið og Daníel Rögnvaldsson það síðara.

Logi innsiglaði svo 0-3 sigurinn með öðru marki sínu á 70. mínútu og þar við sat.

Hamar er nú í 3. sæti riðilsins með 9 stig að loknum fimm leikjum, en ÍH heldur toppsætinu með 13 stig. Árborg er í 2. sæti með 10 stig og á tvo leiki til góða á ÍH.

Fyrri greinBragðdauft hjá Selfyssingum
Næsta greinFrú Vigdís gróðursetur í Hveragerði