Tveir í röð hjá Hamri

Maður leiksins var Jakub Madeij, kantsmassari Hamars. Ljósmynd: Guðmundur Erlingsson.

Úrvalsdeildarlið Hamars í Mizunodeild karla í blaki er með fullt hús stiga eftir sigur á Íslandsmeisturum KA á Akureyri á miðvikudagskvöld.

Hamarsmenn unni fyrsta leik sinn gegn Þrótti frá Neskaupsstað fyrsta leik KA var frestað vegna kórónuveirunnar.  Leikurinn var því fyrsti leikur liðsins á Íslandsmótinu en KA leit vel út í ofurbikar Blaksambandsins um miðjan mánuðinn.

Það var því útlit fyrir æsispennandi leik á Akureyri og fyrsta hrina leiksins olli engum vonbrigðum. KA hafði nauma forystu lengst af en Hamar jafnaði um miðja hrinu. Þeir skoruðu svo síðustu tvö stigin og unnu hrinuna 23-25.

Hamar byrjaði aðra hrinu betur og juku forustuna eftir því sem leið á hrinuna sem vannst örugglega, 17-25.

Þriðja hrinan hófst líkt og önnur hrinan og hafði Hamar þægilegt forskot þangað til undir lokin. KA átti átti þá frábæra endurkomu en Hamar vann að lokum 22-25.

Hamarsmenn eru nú á toppi deildarinnar með tvo 3-0 sigra úr tveimur leikjum.
Jakub Madej var stigahæstur í liði Hamars með 15 stig en stigahæstur í liði KA var Miguel Mateo með 10 stig.

Næsti leikur Hamars verður á heimavelli gegn Álftanesi þann 14. október. Á fyrsta heimaleiknum voru áhorfendur bannaðir svo Hvergerðingar og aðrir Sunnlendingar eru hvattir til að koma og sjá blak á toppmælikvarða.

Fyrri greinÞórsarar öflugir í opnunarleiknum
Næsta grein39 í einangrun á Suðurlandi