Hamar skellti Gnúpverjum – FSu sigraði

Hamar vann nokkuð öruggan sigur á Gnúpverjum á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Á sama tíma vann FSu ÍA á heimavelli en þetta var annar sigur FSu í deildinni í vetur.

Fyrri hálfleikur í leik Gnúpverja og Hamars var jafn en staðan var 47-50 í leikhléi. Hamarsmenn áttu góðan sprett í 3. leikhluta og héldu forystunni allt til leiksloka en lokatölur urðu 89-100.

Julian Nelson var stigahæstur hjá Hamri með 22 stig en Everage Richardson skoraði 41 stig fyrir Gnúpverja og tók 10 fráköst.

Á Selfossi hafði FSu góð tök á Skagamönnum, sem hafa ekki unnið leik í vetur. Staðan í leikhléi var 53-23 og munurinn jókst lítillega í síðari hálfleik. Lokatölur 96-57.

Ari Gylfason skoraði 20 stig fyrir FSu og var nálægt þrefaldri tvennu og Antowine Lamb skoraði 19 stig og tók 10 fráköst.

Hamar er í nú í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, Gnúpverjar eru í 7. sæti með 10 stig og FSu í 8. sætinu með 4 stig.

Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 41/10 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 13, Hraunar Karl Guðmundsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 8/4 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 7/6 fráköst, Tómas Steindórsson 5/11 fráköst, Hákon Már Bjarnason 4/5 fráköst.

Tölfræði Hamars: Julian Nelson 22/6 fráköst, Smári Hrafnsson 19, Dovydas Strasunskas 17, Þorgeir Freyr Gíslason 14/4 fráköst, Larry Thomas 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 6, Jón Arnór Sverrisson 4/8 fráköst/12 stoðsendingar, Ísak Sigurðarson 3/5 fráköst, Kristinn Ólafsson 2, Arnór Ingi Ingvason 1.

Tölfræði FSu: Ari Gylfason 20/7 fráköst/9 stoðsendingar, Antowine Lamb 19/10 fráköst/5 stolnir, Hlynur Hreinsson 14/5 stoðsendingar, Florijan Jovanov 13/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 9/4 fráköst, Haukur Hreinsson 6, Maciek Klimaszewski 4/4 fráköst, Hilmir Ægir Ómarsson 4, Jón Jökull Þráinsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2/5 stolnir, Bjarni Bjarnason 2.

Fyrri greinLést af ofkælingu
Næsta greinÞórsarar að ná sér á strik