Hamar situr eftir í 1. deildinni

Everage Richardson skoraði 25 stig og sendi 10 stoðsendingar í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Hamar tapaði fjórða leiknum í einvíginu gegn Fjölni um laust sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta 90-109 í Hveragerði í kvöld. Fjölnir vann því einvígið 3-1 og tryggði sér sæti í efstu deild.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölnir hafði frumkvæðið og leiddi í leikhléi, 48-54. Munurinn jókst smátt og smátt í seinni hálfleik, Hamarsmenn eltu eins og skugginn en náðu ekki að brúa bilið og Fjölnir fagnaði sigri.
Þetta er þriðja árið í röð sem Hamar tapar úrslitaeinvíginu í 1. deildinni og verða Hvergerðingar því enn eitt árið að gera sér að góðu að sitja eftir í 1. deildinni.
Everage Richardson var öflugur í liði Hamars með 25 stig og 10 stoðsendingar en Julian Rajic kom honum næstur með 18 stig.
Tölfræði Hamars: Everage Lee Richardson 25/4 fráköst/10 stoðsendingar, Julian Rajic 18, Ragnar Jósef Ragnarsson 15, Oddur Ólafsson 15, Dovydas Strasunskas 6/6 fráköst, Kristófer Gíslason 6, Florijan Jovanov 5, Mikael Rúnar Kristjánsson 4 fráköst.
Fyrri greinFyrsti áfangi fjölnota íþróttahúss á Selfossi boðinn út í maí
Næsta greinÞórsarar komnir í sumarfrí