Hamar situr eftir annað árið í röð

Kristjan Örn Stosic með boltann í fyrri leik liðanna á Grýluvelli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði 1-0 fyrir Kormáki/Hvöt á útivelli í seinni leik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu á Blönduósi í dag.

Fyrri leiknum í Hveragerði lauk með 1-1 jafntefli og Kormákur/Hvöt vann því einvígið 2-1 og tryggði sér sæti í 3. deildinni að ári.

Fyrri hálfleikur var markalaus á Blönduósi í dag en heimamenn komust yfir á 57. mínútu. Það reyndist eina mark leiksins, því þrátt fyrir ágætar sóknir komst Hvergerðingum ekki að koma boltanum í netið.

Þetta er annað árið í röð sem Hamar tapar í undanúrslitum 4. deildar karla en í fyrra beið liðið lægri hlut gegn KFS.

Hamar mun spila um 3. sætið í deildinni og það skýrist í kvöld hvort andstæðingurinn verður KH eða Vængir Júpíters.

Fyrri grein„Í upphafi fannst mér þetta galin hugmynd“
Næsta greinVon á meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð