Hamar sigraði í stigakeppninni

Meistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn síðastliðinn sunnudag. Hamar sigraði stigakeppni mótsins.

Keppendur voru 55 talsins frá fjórum félögum; Dímon, Garpi, Hamri og Þór. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim.

Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 63 stig, UMF Þór var í öðru sæti með 40 stig, Garpur í þriðja sæti með 22 stig og Dímon í því fjórða með 9 stig.

Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snáðar og snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
2.sæti – Sigurður Ísak Ævarsson, Hamar
3.sæti – Grétar Jóhann Guðmarsson, Garpur

U13 – tátur
1.sæti – Dagný Rós Stefánsdóttir, Garpur
2.sæti – Sóley Kristjánsdóttir, Garpur
3.sæti – Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir, Garpur
4.sæti – Hildur Jónsdóttir, Garpur

U15 – sveinar
1.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór

U15 – meyjar
1.sæti – Silja Þorsteinsdóttir, Hamar
2.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór
4.sæti – Álfheiður Østerby, Þór

U17 – drengir
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór
2.sæti – Árni Veigar Thorarensen, Hamar

U17 – telpur
1.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
2.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar
3.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
4.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór

U19 – piltar
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór
2.sæti – Sigurður Borgar Ólafsson, Dímon
3.sæti – Haukur Hjaltason, Dímon

U19 – stúlkur
1.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar

Karlaflokkur
1.sæti – Þórhallur Einisson, Hamar
2.sæti – Jan Hinrik Hansen, Hamar
3.sæti – Friðrik Sigurbjörnsson, Hamar
4.sæti – Róbert Dan Bergmundsson, Þór

Kvennaflokkur
1.sæti – Bjarndís Helga Blöndal, Hamar
2.sæti – Hrund Guðmundsdóttir, Hamar
3.sæti – Karen Ýr Sæmundsdóttir, Þór
4.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar

Öldungaflokkur karla
1.sæti – Þórhallur Einisson, Hamar
2.sæti – Sæmundur Steingrímsson, Þór
3.sæti – Þór Emilsson, Þór
4.sæti – Sigurður Blöndal, Hamar

Fyrri greinFóru í heimsókn á lögreglustöðina
Næsta greinEitt fjölmennasta kvennamót ársins