Hamar setti í sjötta gír í lokin

Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði bæði mörk Hamars. Ljósmynd/Arnar Helgi Magnússon

Hamar vann stórsigur á Stokkseyri í uppgjöri Suðurlandsliðanna í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Grýluvelli í kvöld. Lokatölur urðu 6-0.

Pétur Geir Ómarsson kom Hamri yfir á 22. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til fimmtán mínútur voru eftir en þá brustu allar flóðgáttir og Hamar skoraði fimm mörk í röð.

Brynjólfur Þór Eyþórsson kom Hamri í 2-0 á 75. mínútu og á 82. mínútu skoraði Ingþór Björgvinsson úr vítaspyrnu. Brynjólfur var aftur á ferðinni mínútu síðar og hann kórónaði svo þrennuna á 90. mínútu þegar Hamar fékk aðra vítaspyrnu. Samuel Malson innsiglaði svo 6-0 sigur Hamars í uppbótartímanum.

Hamar er í 1.-2. sæti riðilsins með fullt hús stiga, 9 stig eftir þrjár umferðir. Stokkseyri er hins vegar í 7. sætinu án stiga.

Fyrri greinÁrborg verður heilsueflandi samfélag
Næsta greinÍsold Egla dúxaði á Laugarvatni