Hamar semur við tvo erlenda leikmenn

Lutterman (t.v.) og Lee. Ljósmyndir/Facebooksíða Hamars

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við hollenska kraftframherjann Ruud Lutterman og bandaríska bakvörðinn Anthony Lee um að leika með Hamri í 1. deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

Lutterman er rúmlega tveggja metra hár og kemur til Hamars eftir fjögurra ára nám í bandaríska háskólaboltanum. Hann er 23 ára gamall og lék bæði með U20 og U18 ára landsliðum Hollands.

Lee hefur átt farsælan feril með Kutztown í bandaríska háskólaboltanum. Hann er mikill skorari en hann er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu hjá skólanum.

Lutterman og Lee koma báðir til landsins í lok sumars.

Fyrri greinÉg kann að skipta um olíu á bíl
Næsta greinNafnasamkeppni fyrir nýjan leikskóla á Selfossi