Hamar sá á bak titlinum

Ljósmynd/Kristín Hálfdánardóttir

KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla og rauf þar með tveggja ára titlasöfnun Hamars á Íslandsmótinu. Liðin mættust á Akureyri í kvöld í fjórða leik einvígisins. KA hafði 3-1 sigur og vann því einvígið 3-1.

Leikurinn í kvöld var æsispennandi, KA vann fyrstu tvær hrinurnar 25-20 en Hamarsmenn gáfust ekki upp og tóku þriðju hrinuna sannfærandi, 25-16. Fjórða hrinan var hnífjöfn en KA-menn voru sterkari á endasprettinum, skoruðu síðustu þrjú stigin og unnu hrinuna 25-21 og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrri greinKynningarfundur um fasteignakaup á Spáni og Tenerife
Næsta greinEgill og Fannar á leið á NM