Hamar rústaði Dalvík/Reyni

Hamar styrkti stöðu sína í öðru sæti 2. deildar karla í knattspyrnu í dag með stórsigri á Dalvík/Reyni 6-0 á Grýluvelli.

Hátíðin Blóm í bæ fer fram í Hveragerði um helgina og það er óhætt að segja að Hamarsmenn hafi blómstrað í leiknum. Eftir aðeins 21 mínútu var staðan orðin 3-0 og Ragnar Valberg Sigurjónsson hafði skorað öll mörkin. Gestirnir sóttu í sig veðrið undir lok fyrri hálfleiks án þess að uppskera nokkuð og staðan var 3-0 í leikhléinu.

Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik en Ragnar bætti við fjórða markinu á 72. mínútu en nokkrum mínútum fyrr hafði fyrirliði Dalvíkur fengið að líta rauða spjaldið. Manni fleiri bættu Hamarsmenn því við þremur mörkum en Hrafnkell Freyr Ágústsson bætti við tveimur fallegum mörkum á 74. og 79. mínútu.

Hamarsmenn eru með 18 stig í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Hattar og þremur stigum á undan Reyni Sandgerði sem er í þriðja sætinu.

Fyrri greinFjóla nálægt EM lágmarki
Næsta greinValt af vélsleða