Hamar reif sig upp eftir bikartapið

Sigurganga Hamars í 1. deild kvenna í körfubolta heldur áfram en liðið heimsótti Skallagrím í Borgarnes í dag og sigraði, 61-79.

Hamar mætti Val í undanúrslitum bikarsins á föstudagskvöld þar sem liðið fékk skell og eitthvað virtist sá leikur sitja í Hvergerðingum því að þær voru undir eftir 1. leikhluta gegn Skallagrím, 16-14.

Eftir það hristu þær af sér slenið og tóku öll völd á vellinum. Hamarskonur hafa unnið alla sína leiki í deildinni og eru með 20 stig í efsta sæti deildarinnar.

Marín Laufey Davíðsdóttir var stigahæst hjá Hamri í kvöld með 20 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 17 og Íris Ásgeirsdóttir 13.

Fyrri greinStyttist í ákvörðun um skólaskrifstofu
Næsta greinSauðfé enn á heiðum